Blekking

ebook

By Sigurjón Pálsson

cover image of Blekking

Sign up to save your library

With an OverDrive account, you can save your favorite libraries for at-a-glance information about availability. Find out more about OverDrive accounts.

   Not today
Libby_app_icon.svg

Find this title in Libby, the library reading app by OverDrive.

app-store-button-en.svg play-store-badge-en.svg
LibbyDevices.png

Search for a digital library with this title

Title found at these libraries:

Loading...

Mörður er á ferð um Norðausturland og lítur við hjá Magnúsi, öldnum móðurbróður sínum á Húsavík. Þegar þeir kveðjast grefur Magnús upp gamalt bréf frá stúlku sem Mörður hafði kynnst þar aldarþriðjungi fyrr. Rúna, en svo kallaði stúlkan sig, er Merði minnisstæð, þrátt fyrir stutt kynni, því saman skoðuðu þau Húsavíkurkirkju um miðja nótt eftir dansleik.

Í bréfinu, sem skrifað er skömmu eftir kynni þeirra þessa einu nótt, má finna Biblíutilvitnun sem tengist altaristöflu Húsavíkurkirkju en á töflunni reisir Jesú Lasarus upp frá dauðum.

Forvitni Marðar er vakin en þegar hann fer að kanna afdrif Rúnu rekst hann á hindranir. Einhverjum, með völd, er mikið í mun að ekki verði farið að grafast fyrir um Rúnu og sá sendir honum aðvaranir.

Mörður heldur eftirgrennslan sinni ótrauður áfram en þá eru aðvaranir ekki lengur látnar duga.

Hann kemst fljótt að því að skömmu eftir að Rúna skrifaði bréfið til hans, var hún myrt á hrottafenginn hátt.

SIGURJÓN PÁLSSON

Höfundur bókarinnar BLEKKING, Sigurjón Pálsson, kom fyrst fram á sjónarsviðið 2011. Þá kom hann, sá og sigraði, því fyrsta bók hans sem rithöfundar, KLÆKIR, var af dómnefnd valin besta íslenska glæpasagan það árið og hlaut að launum hin eftirsóttu verðlaun Hins íslenska glæpafélags, BLÓÐDROPANN 2012.

KLÆKI er nú verið að þýða á Norðurlandamál og verður bókin fulltrúi Íslands í hinni virtu samkeppninni um GLERLYKILINN 2013, sem besta glæpasaga Norðurlanda.

BLÓÐDROPINN 2012

Það vakti verðskuldaða athygli og aðdáun að höfundur, sem helstu forlög landsins höfðu hafnað, skyldi ekki leggja árar í bát, heldur gefa frumraun sína, KLÆKI, út sjálfur.

Í samkeppninni um BLÓÐDROPANN uppskar Sigurjón svo laun þrautseigjunnar með því að vinna hana. Þar lagði hann öll stóru forlögin og þekktustu glæpasagnahöfunda landsins að velli með „KLÆKJUM". Jafnvel höfunda með glæsilegan feril á alþjóðavísu.

Bókaforlagið Draumsýn gefur nú út bækur Sigurjóns.

Blekking